Afskurður af bylgjupappa

Lýsing

Við hjá Umbúðagerðinni viljum leggja okkar að mörkum við endurvinnslu og endurnýtingu hráefnis. Við bjóðum áhugasömum upp á tvær tegundir af afskurði sem verður til við framleiðsluna hjá okkur ef ske kynni að hann gæti nýst einhverjum áður en hann er sendur úr landi til frekari endurvinnslu. Ef það er einhver sem sýnir þessu áhuga þ.e. við að pakka inn, sem undirlag fyrir gæludýrin sín, eða í svokölluð lasagna gardening beð eða fyrir aðra spennandi notkun þá hvetjum við ykkur til að hafa samband.