KASSAGERÐ

Við sérframleiðum kassa

Við hjá Umbúðagerðinni sérframleiðum kassa fyrir okkar viðskiptavini í þeirri stærð sem óskað er eftir.

Þú segir okkur hvernig kassa þig vantar og gefur okkur upp málin og magnið.

Hjá okkur er kassi ekki það sama og kassi

Hjá okkur er pappakassi ekki það sama og pappakassi. Okkar styrkleiki er að geta framleitt pappakassa í þeirri stærð og tegund sem þú óskar og hentar þinni notkun. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á stuttan afgreiðslutíma og að þeir geti skuldbundið sig í minna magni í senn og stórnotendur geti skellt sér í svokallaða „pappakassaáskrift“ á sérframleiddum umbúðum ef svo ber undir.

Við prentum á kassa

Við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig upp á prentun á bylgjupappa­umbúðir ef áhugi er fyrir slíku. Það eina sem þú þarf að gera er að senda okkur prentskjal í pdf og tilgreina upplýsingar um liti.

Við höfum frá því við hófum starfsemi, gert svokallaða FEFCO kassa en þar er 201 lagerkassinn algengastur. Einnig höfum við gert kassa í hinum ýmsu stærðum fyrir netverslanir, iðn- tækni- matvæla- og sjávarútvegsfyrirtæki og allt þar á milli.

Hvað kassinn heitir skiptir ekki öllu

Í gegnum tíðina hafa kassar ýmist verið nefndir eftir þeirri þyngd sem þeir bera eins og 5, 10 eða 20 kg kassarnir bera með sér eða eftir notkun eins og t.d. lagerkassargjafakassargeymslukassar bókakassar, bókhaldskassar, fatakassar, dótakassar, flutningskassar, pizzakassar póstkassar, umbúðakassar, harðfiskskassar, tröllakassar, brettakassarblokkarhólkar og svo fátt eitt sé nefnt. 

Hjá okkur er það stærðin sem skiptir mestu

Óháð því hvað kassinn kann að vera kallaður þá er það bara stærðin sem skiptir máli  og hann henti tilefni og notkun. Kynntu þér það sem gott er að hafa í huga undir Kassamál hér á heimasíðunni en þar eru gagnlegar upplýsingar sem gott er að hafa í huga þegar framleiða á kassa að þínum þörfum.

Við erum langt í frá kassalaga í okkar þjónustu

Við leggjum okkur fram um að þjónusta viðskiptavini okkar með því að hugsa út fyrir kassann til að mæta þörfum þeirra. Hafðu samband ef þig vantar kassa eða þú vilt nýta þér þjónustu Umbúðagerðarinnar.