UMBÚÐALAUSNIR

Slice

Slice var stofnað árið 2008 af TJ Scimone. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið til fjölmargra verðlauna fyrir sína öryggishnífa og blöð sem framleidd eru úr keramíki og hafa að auki allt að 11x lengri endingu en sambærilegir hnífar með stálblöðum. Hnífarnir og blöðin frá Slice eru auk þess mun einfaldari og öruggari í allri notkun og umgengni.  

Við hjá Umbúðagerðinni erum því stolt að kynna fyrir íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, heimilum og öllum þeim sem vilja leggja áherslu á verkfæri sem eru bæði einföld og örugg í notkun og eru síður líklegri til að valda slysum eða ryðga líkt og hefðbundnir stálhnífar sem við mörg þekkjum.

Vörur Slice hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur en keramík hnífarnir frá þeim hafa ekki bara aukið framleiðni fyrirtækja og lækkað kostnað heldur hafa þær sömuleiðis dregið úr slysum og óhöppum meðal starfsfólks. Það er því ekki af ástæðulausu að vörur fyrirtækisins séu notaðar í auknum mæli meðal helstu og þekktustu iðnfyrirtækja heims. 

Gildi Slice eru öryggi, nýjungar, gæði, einfaldleiki og samfélagsleg ábyrgð en 1% af allri sölu fyrirtækisins fer til rannsókna á einhverfu.

Hægt er að versla þessar vörur í vefverslun okkar í dag. 

Ranpak - Betra fyrir viðskiptin og veröldina

Ranpak er leiðandi fyrirtæki á sviði pökkunarlausna og hefur verið starfandi frá árinu 1972. Fyrirtækið sérhæfir sig í umhverfisvænum vöruverndarlausnum þar sem pappír gegnir lykilhlutverki og mikil áhersla er lögð á sjálfbærni. Pappír og pökkkunarlausnir Ranpak eru unnar úr náttúrulegu, endurvinnanlegu, endurnýjanlegu og lífbrjótanlegu efni.

Pökkunarlausnir sem hafa það að markmiði að draga úr pökkunartíma með því að auka bæði afköst og ávinning og draga úr umhverfisáhrifum og mæta þörfum fyrirtækja um sjálfbæra valkosti. 

Umbúðagerðin er viðurkenndur dreifingaraðili Ranpak á Íslandi en fyrirtækið er eins og fyrr segir leiðandi í umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum fyrir t.d. vefverslanir, vöruhús eða annan iðnað eða þjónustu þar sem áhersla er á umhverfisvænan og sjálfbæran valkost.

Við hjá Umbúðagerðinni höfum hafið samstarf við Easy Fold en fyrirtækið sem er fjölskyldufyrirtæki hefur haft það að markmiði sínu að að auðvelda fyrirtækjum að brjóta saman sérstansaða kassa á hraðvirkan og skilvirkan hátt.  

Búnaður sem getur minnkað tímann sem fer í að brjóta saman hvern kassa handvirkt og dregið úr endurteknum hreyfingum sem og pappírsmeiðslum starfsmanna.

Hér er um að ræða búnað sem ekki bara eykur afköst heldur getur hann einnig bætt vinnuaðstöðu starfsmanna með því að aðlaga vinnuumhverfið að þeirra þörfum. 

Ef áhugi er á að kynna sér þennan búnað frekar sem t.d.:

  • Sparar tíma við að brjóta saman kassa
  • Dregur úr álagi vegna síendurtekinna hreyfinga
  • Dregur úr hættu á að skera sig á pappanum
  • Eykur skilvirkni

 

Hafið þá samband við okkur.