KASSAMÁL

Stærð kassans

Fyrsta skrefið til að finna rétta kassann er að átta sig á þeirri stærð sem þú þarft á að halda fyrir þína vöru. Það gerum við með því að styðjast við formúluna lengd x breidd x hæð en þannig tryggjum við að kassinn henti þínum þörfum.

Mælieiningin okkar er í millimetrum sem er skammstafað sem mm.

Hvað á kassinn að vera sterkur?

Mikilvægt er að velta fyrir sér hvað kassinn þarf að vera sterkur til að velja rétt hráefni eða bylgju í kassann. Því þykkari sem bylgjan er því sterkari og burðugri er kassinn.  Hjá Umbúðagerðinni er hægt  að velja um einfalda og tvölda bylgju. Til upplýsinga þá er E-bylgja er ca 1,5mm, B-bylgja ca 3mm, C-bylgja ca 4mm. 

Hvernig á að mæla kassann?

Málin sem við vinnum með eru innri mál kassans sem er það sama og ytra mál vörunnar sem á að vera í kassanum. Það mælum við með því að styðjast við eftirfarandi formúlu sem er lengd x breidd x hæð.

Lengd kassans er sú mælieingin sem er lengsta hlið kassans.
Breidd kassans er sú mælieining sem er styttri hlið kassans.
Hæð kassans er dýpt hans frá botni hans að opnun.

Brúnn/brúnn eða hvítur/brúnn?

Hver kassi kassi hefur þrjú lög, sem kalla má ytra lag, millilag sem er bylgjan sjálf og innra lag. Hvað varðar útlit kassans þá geta viðskiptavinir Umbúðagerðarinnar valið á milli þess að hafa kassana brúnt eða hvíta. Ef Valinn er brúnn kassi í ytra lag þá þýðir það sömuleiðis að kassinn er einnig brúnn innan. Þeir sem kjósa að hafa ytra lag kassans hvítt þá er kassinn brúnn að innan.  Ef óskir viðskiptavina með lit á kassa eru aðrar þá þarf að sérpanta það sérstaklega.

  • Brúnn / Brúnn 
  • Hvítur/ Brúnn

Hver á hönnun kassans að vera

Hjá okkur er kassi ekki það sama og kassi en samt er óhætt að segja að  algengasti kassinn í heiminum í dag sé eflaust svokallaður FEFCO 201 kassi. Kassi sem gengur undir hinum ýmsum nöfnum og er hægt að finna í hinum ýmsu stærðum. Við hjá Umbúðagerðinni getum gert þennan kassa nánast í þeirri stærð sem óskað er eftir að því tilskyldu að við eigum hráefni í húsi. 

Hér til hægri má sjá nokkrar myndir af FEFCO útfærslum fyrir kassa en FEFCO er evrópskur hönnunarstaðall fyrir umbúðir.