UM OKKUR

Umbúðagerðin

Leggur áherslu á framleiðslu umbúða úr bylgjupappa og hefur frá upphafi árs 2021 sett upp sérútbúna verksmiðju í Hafnarfirði þar sem fyrirtækið býður upp á sérframleidda pappakassa í samræmi við óskir viðskiptavina.

 

Saga og stefna

Umbúðagerðin var stofnuð á vormánuðum 2014 og hefur fram til dagsins í dag haft það að markmiði að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðar og sérsniðnar umbúðalausnir. Fyrst um sinn einskorðaðist starfsemin við innflutning umbúða eða þar til í janúar 2021 að fyrirtækið hóf að framleiða umbúðir úr bylgjupappa í Hafnarfirði.

Fyrirtækið leggur áherslu á að þjónusta viðskiptvini sína með því að sérframleiða umbúðir með stuttum afgreiðslutíma og eiga til á lager hráefni fyrir sína viðskiptavini.

Fjölskyldufyrirtæki

Umbúðagerðin er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur og Eyþórs Páls Haukssonar, en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað út frá starfsemi Prentmiðlunar sem hefur sérhæft sig í bóka- og tímaritaprentun og tengdri þjónustu frá árinu 2008.

Daglegur rekstur Umbúðagerðarinnar  er í höndum Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur. Eyþór Páll Hauksson framkvæmdastjóri Prentmiðlunar er síðan á kantinum sem ráðgjafi og reynslubolti með um fjörutíu ára starfsferil innan prentgeirans.

Áfangar í rekstri

2014

Fyrirtækið stofnað

Árið 2014 var fyrirtækið Umbúðagerðin stofnað af hjónunum Eyþóri Páli Haukssyni og Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur.

2019

Fjárfest í tækjum og búnaði

Árið 2019 hófst undirbúningur að útvíkkun á starfsemi Umbúðagerðarinnar sem hafði fram að þessu eingöngu sinnt fyrirtækjum á íslenskum markaði með innflutningi á umbúðum.

2020

Fyrirtækið flytur í Hafnarfjörð

Árið 2020 flutti Umbúðagerðin af Álftanesi í Hafnarfjörð þar sem starfsstöð fyrirtækisins er í dag.

2021

Fyrstu pappakassarnir framleiddir

Í upphafi árs 2021 hófst framleiðsla fyrirtækisins og nýr tækjabúnaður þess tekin í notkun.

2021

Umboð fyrir Slice vörur

Umbúðagerðin er sölu- og umboðsaðili fyrir Slice hér á landi. 

Slice býður upp á öryggishnífa og blöð úr keramiki. 

Vörur sem hafa hotið viðurkenningar fyrir fallega hönnun og nýsköpun með að hafa öryggi notenda í fyrirrúmi. Hnífarnir sem eru taldir einstaklega fingravænir.

2021

Ný og endurbætt heimasíða 

Unnið hefur verið að því að uppfæra heimasíðu fyrirtækisins og auka aðgengi viðskiptavina að þjónustu og upplýsingum en á næstunni mun vefverslun fyrirtækisins fara í loftið. 

2021

Umboð fyrir Ranpak á Íslandi 

Í lok árs gerðist Umbúðagerðin sölu og dreifingaraðili fyrir Ranpak á Íslandi. Fyrirtækið er alþjóðlegt og sérhæfir sig í  pökkunarlausnum fyrir fyrirtæki og vefverslanir þar sem  pappír gegnir lykilhlutverki. Hafið samband ef þitt fyrirtæki er að velta fyrir þér umhverfisvænum og sjálfbærum pökkunarlausnum. Nánari upplýsingar er að finna í vefverslun okkar.

2022

Íslenskir pizzakassar

Við hjá Umbúðagerðinni hófum í janúar að framleiða merkta pizzakassa sem hluta af almennri vörulínu okkar fyrir veitinga- og matsölustaði. Við vonum að þeir eigi eftir að falla vel í kramið hjá ungum sem öldnum.

Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður hjá Hunang á heiðurinn af þessari hönnun og erum við henni þakklát fyrir gott og gefandi samstarf.

Við munum geta framleitt 9,” 12″, 15″ og 16″ kassa og sérmerkt sömuleiðis fyrir okkar viðskiptavini sé þess óskað.

Kassarnir eru að sjálfsögðu afgreiddir í pappakössum og reynt að huga að þyngd þeirra og að þægilegt sé að umgangast þá.

2022