ÞJÓNUSTA

Íslensk framleiðsla

Umbúðagerðin sérhæfir sig í framleiðslu pappakassa en kassagerðin fer fram að Reykjavíkurvegi 70 í Hafnarfirði.  Við leggjum áherslu á að  þjónusta innlend fyrirtæki og bjóða þeim trausta og góða þjónustu. Samhliða býður Umbúðagerðin viðskipta­vinum sínum upp á umhverfisvænar pökkunar- og umbúðalausnir með gæði, öryggi, hönnun og nýjungar að leiðarljósi.

Kassar í áskrift

Til hvers að versla meira en maður þarf, þegar hægt er að fá afgreitt minna í senn og oftar eða binda fjármagn og fermetra að óþörfu eða til langs tíma þegar þess er mögulega ekki þörf lengur.

Ef þú ert að velta fyrir þér hagkvæmni, hraða eða gæðum þá getum við boðið okkar viðskiptavinum upp á pappakassa í áskrift þar sem afgreiðslutími, magn, bylgjutegund og afhending er í samræmi við óskir viðskiptavina hverju sinni. Hvort sem þær eru á ársgrundvelli, mánaðarlegar, ársfjórðungslegar eða eftir þínum þörfum.

Nýttu þér framleiðslugetu okkar

Ef það er ávinningur fyrir þig og þitt fyrirtæki að geta pantað og fengið afgreitt minna magn í senn og mögulega oftar og hraðar, þá hvetjum við þig til að kynna þér það sem við hjá Umbúðagerðinni getum gert fyrir þig.

Við hjá Umbúðagerðinni erum lausnamiðuð og vinnum að því að finna lausnir sem henta þér og þinni framleiðslu, vöru eða notkun. Láttu ekki stjórnast af fyrirfram skilgreindum stærðum umbúða heldur nýttu þér framleiðslugetu okkar til að framleiða kassa í þinni stærð, tegund og magni.

Stuttur afgreiðslutími

Ef þú ert í áskrift þá ertu í forgangi með þjónustu en við hjá Umbúðagerðinni erum lausnarmiðum og reynum einnig að redda þeim sem til okkar leita hverju sinni með stuttum fyrirvara í minna magni. Það er stefna fyrirtækisins að lágmarka afskurð og panta því alltaf tilsniðið hráefni hverju sinni ef tími og magn leyfir.

Prentum á kassa

Umbúðagerðin býður upp á prentun á umbúðum með svokallaðri Flexo prentun þar sem útbúin er sérstök prentklisja fyrir prentun. Hægt er að nýta prentklisjuna aftur og aftur sé um endurteknar prentanir að ræða.

Notaðir eru umhverfisvænir litir úr jurtaríkinu sem eru vatns- og rakaþolnir. Þau hreinsiefni sem notuð eru við prentunina eru ekki sterkari en vatn og því prentunin eins umhverfisvæn og hún getur orðið.