Lýsing
Þessi litli og netti öryggishnífur hefur fengið mjög góðar viðtökur enda er hann vinsæll og í miklu uppáhaldi hjá okkur hjá Umbúðagerðinni og víðar. Hnífurinn er einn þeirra sem voru fyrst hannaðir af fyrirtækinu Slice. Upphaflega var hann hugsaður til heimilisnota en í dag er hann notaður innan hinna ýmsu iðnfyrirtækja enda léttur og nettur og auðvelt að skella á lyklakippuna.