Ranpak RecyCold 100 gr kælipoki

Lýsing

ResyCold™ er kælipakkning sem er framleidd með matvælaöruggu plöntugeli (100% biogradable cooling gel) og pappír. Þökk sé lífbrjótanlegu geli og pappír þá eru engin skaðleg efni notuð.

ResyCold™ kælipakkningar eru hannaðar fyrir vörur sem þurfa kælingu við flutning. Kælipokarnir eru fáanlegir í ýmsum stærðum og þyngdum og fyrir mismunandi notkun. Kælipokarnir endurspegla áherslur Ranpak um sjálfbærni enda notuð efni sem hafa lítil umhverfisáhrif bæði við framleiðslu og eins að lokinni notkun.

Einkaleyfisskráðu pappírspokarnir eru með pólýetenhúð (PE) og innan í hverjum poka er 100% niðurbrjótanlegt kæligel – sem skapar vöru sem hentar fyrir óbeina snertingu við matvæli. Blekið sem er notað til að prenta á ytra byrði kælipakkans hentar einnig fyrir óbeina snertingu við matvæli.

Hægt er að fleygja kælihlaupinu í vaskinn eða garðinn og ytra pappírslagið á pokanum sparar ekki aðeins plast heldur passar það einnig við þróun pappírsendurvinnslu og verið endurvinnanlegt á mörgum mörkuðum síðan 2021.

Hægt er að nota kælipakkana  til að halda hitastigi á milli 2-8° og -2 til -5° á Celsíus. Kælipokarnir henta því vel fyrir bæði kældar og freðnar vörur og fyrir einnota notkun fyrirtækja og mögulega endurnotkun neytenda.

Kælipokarnir koma í opnum pappabökkum sem tryggja auðveldari frystingu og meðhöndlun. RecyCold™ kælipakkningarnar frjósa allt að 70% hraðar en hefðbundnar gelpakkningar og spara umtalsvert pláss og kostnað.

Kælipokarnir senda umhverfisvæn skilaboð til neytenda og fyrirtæki geta nýtt sér þann möguleika á að sérsníða prentun og hönnun að sínum þörfum.

 

Umbúðagerðin er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Ranpak á Íslandi.

 

Hafið samband ef þið sýnið þessari vöru áhuga.