PadPak – Pappírspúðar – Vélarleiga

Lýsing

PadPak Guardian vélin frá Ranpak er sjálfbær og fyrirferðarlítil pökkunarlausn sem er fljótleg og einföld í notkun.

Öflugur og hraðvirkur búnaður sem gerir notendum kleift að skipta út plastinu fyrir pappírinn og huga að umhverfivænum og öflugum pökkunarlausnum.

Guardian vélin býr til pappírspúða sem veitir vörn gegn skemmdum á vöru í kassa. Með þessari pappírslausn er hugað að vörunni og veita henni vernd hvort sem um létta eða þunga hluti er að ræða. Allt frá því að vera með brothætta vöru, eins og glas eða rafmagnsmótor svo dæmi sé tekið.

Hægt er að búa til púða í þeirri lengd sem óskað er eftir, eða allt að 1,2 m á lengd. Það á því ekkert að þurfa að fara til spillis.

Pökkunarlausn sem hugar að umhverfinu en pappírinn frá Ranpak er með FSC vottun.

Hægt er að hafa Guardian vélina á fæti eða á borði.

Ef þetta er pökkunarlausn sem þú telur að geti hentað þínu fyrirtæki hafðu þá samband við okkur  í síma 588 4440 eða kíktu við, sjón er sögu ríkari.

 

Frekari upplýsingar

Þyngd 6 kg
Ummál 56 × 18 × 24 cm