Orwak MULTI
Ein vél og mismunandi tegundir úrgangs. Orwak Multi er flokkunarstöð þar sem hlaðið er í hana ofan frá. Hún er hönnuð til að auðvelda flokkun og þjöppun á mismunandi efnum sem safnast upp yfir tíma.
Auðvelt að bæta við endurvinnsluhólfi
Grunntækið kemur standard með tveimur flokkunarhólfum sem auðvelt er að fjölga þannig að flokkunarstöðin getur auðveldlega vaxið í takt við þarfir fyrirtækisins og gengt hlutverki lítillar endurvinnslustöðvar.
Afhverju Orwak MULTI?
- Flokkun og þöppun á nokkrum tegundum úrgangs á staðnum
- Hlaðið í flokkunarhólfin ofan frá
- Hægt að þjappa úrgangi í einu hólfi og fylla á það næsta á sama tíma
- Hægt að bæta við viðbótar flokkunarhólfum
- Heavy-duty kross binding í boði fyrir úrgang sem þarf meiri bindingu og einnig fyrir léttari bagga.