Orwak COMPACT 3120

Orwak COMPACT

Compact vörulínan

Er lína af framhlöðnum pressum sem gera minni bagga sem eru þar af leiðandi léttari og auðveldari í bæði meðhöndlun og flutningi.
Þessir eiginleikar gera það að verkum að þessar baggapressur henta vel fyrir minni aðila eins og verslanir, smásöluaðila, bensínstöðvar, kaffihús, veitingastaði og léttan iðnað svo dæmi séu tekin.

Af hverju Orwak COMPACT?

PDF með frekari upplýsingum

Vörulína Orwak COMPACT

Kynningarmyndband

Nánari upplýsingar

Öflug samþjöppun á staðnum
Orwak Compact dregur nafn sitt af því hve litlir og þægilegir baggarnir eru. Lágt kolefnisspor í bland við hæð þeirra gerir það að verkum að það er auðvelt að finna þeim pláss. Þessar baggapressur geta því verið góður kostur fyrir fyrirtæki þar sem lítið magn af endurvinnanlegu efni fellur til. Tækin búa yfir einföldum stýribúnaði þar sem m.a. er hægt að velja á milli þess hvort ætlunin er að pressa pappa eða plast, hafa sjálfvirkt start eða handvirkt sem dæmi.

Endurunnið plast, sjálfbær valkostur
Í takt við hringrásarstefnu Orwak þá er 90% endurunnið plast í lokinu í bæði Compact og Power línunni. Hönnun tækjanna er að öðru leyti óbreytt nema liturinn á lokunum fór úr gráum yfir í svart nýverið. Með þessu vill fyrirtækið reyna að hámarka nýtingu á endurunnu efni.

Nýjasta viðbótin í vörulínuna
Nýju baggapressurnar 3075 og 3150 auka fjölbreytnina innan Compact línunnar. Þessar pressur búa til bagga sem vega allt að 70 og 150 kg. Tveir baggar úr 3075 passa auk þess akkúrat á eitt Euro bretti og einn baggi úr 3150 tækinu passar fullkomlega á eitt Euro bretti sem gerir það að verkum að hægt er að hámarka nýtingu á plássi við flutning.