Lýsing
Bjóðum upp á hálfmánakassa, tilvalinn fyrir brauðstangir eða annað. Hann er einnig nettur fyrir afganga af veitingastað.
Kassarnir eru afgreiddir flatir og ósamsettir og að sjálfsögðu í pappakassa eða umhverfisvænum umbúðum.
200 stk í kassa. Hver kassi vegur um 15 kg. Íslensk framleiðsla.
Kassarnir eru áprentaðir, ýmist með Gjörðu svo vel eða Verði þér að góðu.
Hægt er að óska eftir óáprentuðum kössum sé áhugi fyrir því.
Kassarnir eru hluti af vörulínu Umbúðagerðarinnar fyrir t.d. veitinga- og matsölustaði sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á handhægar og fallegar umbúðir og styðja þar með við bæði innlenda framleiðslu og hlúa að íslensku máli.
Bjóðum einnig upp á 9″, 15″ og 16″ pizzakassa með áprentun Umbúðagerðarinnar. Ef áhugi er á sérprentun vinsamlegast hafið samband við sölumann.
Hafið samband við sölumann ef þið sýnið þessari vöru áhuga.